Eflum nýsköpun og frumkvöðlastarf á Vesturlandi

Gleipnir nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi er samstarfsverkefni á Vesturlandi sem snýr að nýsköpun og þróun tækifæra á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála

Um Gleipni

Fréttir

Stofnaðilar

Leiðarljós

Gleipnir hefur að leiðarljósi að stuðla að nýsköpun, rannsóknum, fræðslu og frumkvöðlastarfi á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, nýtingu náttúrugæða, ferðaþjónustu og menningartengdrar starfsemi.

Með samstilltu átaki ætla aðilarnir að skapa umhverfi fyrir samvinnu, þróun og miðlun ólíkrar þekkingar á sviði rannsókna, nýsköpunar og sjálfbærni með það að leiðarljósi að styrkja samkeppnisstöðu íslensks samfélags, efla atvinnu og byggðaþróun og auka lífsgæði í landinu.

Tilgangur og markmið

Tilgangur setursins er að leiða og byggja upp samstarf stofnaðila, stjórnvalda og annarra hagaðila þar sem lögð verður áhersla á að efla rannsóknir og hagnýtingu þeirra, stefnumótun, nýsköpun og fræðslu á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála.  

Setrinu er ætlað að vera virkur þátttakandi í að ná fram markmiðum og skuldbindingum stjórnvalda á sviðum nýsköpunar og fræðslu á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, auk þess að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni.

Hafðu samband

Viltu vinna að nýsköpun á Vesturlandi? 

Sendu okkur línu á
gleipnir@gleipnirvest.is