Í átt að sjálfbæru Vesturlandi

Vesturbrú er sex vikna hraðall fyrir verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð Vesturlands. Markmið hraðalsins er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu.

Who is it for?

Viðskiptahraðallinn Vesturbrú er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Vesturlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja komast lengra með sín verkefni.

Sótt er um í teymum, en æskilegt er að þau samanstandi af einum til þrem einstaklingum. Teymin geta verið starfsfólk fyrirtækja, sem standa að verkefninu eða sjálfstæðir frumkvöðlar í startholunum. Hraðallinn er sérhannaður með þarfir þátttökuteymanna í huga, þannig hafa teymin áhrif á fræðsluna sem stendur þeim til boða.

How does it work?

Teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja á Vesturlandi og víðar á einkafundum. Dagskráin samanstendur einnig af ráðgjafafundum, vinnustofum, fræðslufundum og þátttakendur mynda sterkt tengslanet sín á milli.

Hraðallinn leggur áherslu á nýjar hugmyndir og þróun fjölbreytts atvinnulífs til að stuðla að sjálfbæru Vesturlandi.

Hraðallinn er í samvinnu við RATA sem hefur undanfarin ár unnið að því að styðja við umhverfi frumkvöðla á Íslandi og hefur m.a. haldið utan um viðskiptahraðlana Sóknarfæri á Suðurlandi og Vaxtarrými í Norðanátt á Norðurlandi.

Vesturbrú fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast jafnframt þrisvar sinnum meðan á hraðlinum stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Vesturlandi.

Partners and Organizers

Nýsköpun í vestri er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 6. NÓVEMBER NK.

Apply now