Matarauður Íslands

Gleipnir nýsköpunar- og þróunarsetur ritstýrir vefnum matarauður.is sem settur var upp í tengslum við verkefnið Matarauður Íslands. Vefurinn inniheldur hafsjó af fróðleik sem öllum er heimilt að nýta sér.

Matarauður Íslands var tímabundið verkefni á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á árunum 2016-2020. Megin tilgangur Matarauðs Íslands var annars vegar að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar til að auka þekkingu okkar og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastað. Hins vegar að styrkja matartengd verkefni sem efla heildarhagsmuni byggða og verðmætasköpun í sátt við sjálfbæra þróun.

Matarauður Íslands hefur lagt sitt af mörkum til að efla innviðastoðir matar í ferðaþjónustu með þátttöku allra landshluta, styrkja aðgerðir og áhuga á nærsamfélagsneyslu, styðja við vöru- og þjónustuþróun og tefla fram matarmenningu og sérstöðu íslensks hráefnis.

Hafðu samband

Viltu vinna að nýsköpun á Vesturlandi? 

Sendu okkur línu á
gleipnir@gleipnirvest.is