Gengið hefur verið frá samningi Gleipnis nýsköpunar- þróunarseturs við matvælaráðuneytið um að Gleipnir taki yfir vefinn mataraudur.is, ritstýri honum og halda við.
Matarauður Íslands hefur lagt sitt af mörkum til að efla innviðastoðir matar í ferðaþjónustu með þátttöku allra landshluta, styrkja aðgerðir og áhuga á nærsamfélagsneyslu, styðja við vöru- og þjónustuþróun og tefla fram matarmenningu og sérstöðu íslensks hráefnis. Megintilgangur Matarauðs Íslands var annars vegar að efla ímynd okkar innanlands sem matvælaþjóð og auka með því ásókn í íslenskar matvörur og hins vegar að styrkja verkefni sem stuðla að eflingu matarferðaþjónustu og annarra atvinnutækifæra í tengslum við matarauðinn okkar um land allt. Leiðarljósið var sjálfbær matvælastefna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og samvinna atvinnugreina. Vefurinn mataraudur.is var settur upp í tengslum við verkefnið og inniheldur hann hafsjó af fróðleik sem öllum er heimilt að nýta sér.